Októberfest Mývatn öl 2025
31. október & 01. nóvember 2025
Mývatn Bierfest
Helgina 31. Október og 1.nóvember verður haldin fyrsta októberfest Mývatn öl á Sel-Hótel Mývatni.
Þessa helgi mun hótelið breytast í líflega og litríka lederhosen bjórhátíð þar sem bjórinn rennur, tónlistin ómar og gleðin ræður ríkjum. Þetta er sannkölluð bjórhátíð í anda Bæjaralands með einstöku íslensku ívafi. Fjölmörg brugghús víðsvegar af landinu mæta með úrval af sínum bestu handverksbjórum, allt frá klassískum lagerum til sérlega frumlegra og bragðmikilla brugga.
Lykilpunktar
- Úrval af handverksbjórum frá bestu brugghúsum landsins.
- Lifandi þýsk þjóðlaga tónlist á föstudagskvöldinu og heimamaðurinn Stebbi Jak á laugardagskvöldinu.
- Ljúffengur matur í anda klassískrar þýskrar Oktoberfest stemningar með einstöku íslensku ívafi.
- Hátíðarsalur skreyttur í sannkölluðum Oktoberfest-stíl.
- Hvetjum gesti til að mæta í þýskum búningum – verðlaun fyrir besta dressið!
Upplýsingar um miðagerðir
- Helgarpassi: Helgarpassinn inniheldur bjórsmakksarmband og aðgang að oktoberfest kvöldverðarhlaðborði með lifandi skemmtidagskrá bæði föstudag og laugardag.
- Dagspassi föstudag: Dagspassinn á föstudag inniheldur bjórsmakksarmband og aðgang að oktoberfest kvöldverðarhlaðborði með tilheyrandi skemmtun um kvöldið.
- Dagspassi laugardag: Dagspassinn á laugardag inniheldur bjórsmakksarmband og aðgang að oktoberfest kvöldverðarhlaðborði með tilheyrandi skemmtun um kvöldið.
- Bjórsmakk föstudag: Innifalið er aðgangur í bjórsmakk á föstudeginum milli 16:00 – 20:00.
- Bjórsmakk laugardag: Innifalið er aðgangur í bjórsmakk á föstudeginum 16:00 – 20:00.
Októberfest Mývatn Öl 2025 verður ógleymanleg helgi þar sem menning, matur og bjór mætast. Fjöldi miða er takmarkaður þannig tryggðu þér miða sem fyrst til að tryggja það að þú verður með þegar okkar fyrsta bjórhátíð fer fram á Sel-hótel Mývatn!
ATH: Það er ekki hægt að bóka bara gistingu þessa helgi, einungis er boðið upp á pakka sem inniheldur bæði hótelherbergi og aðgang að hátíðinni. Pakkana eru bókanlegir hér á heimasíðunni okkar, ýta á takkann fyrir neðan og hann beinir þér að pökkunum.
Ef þið hafið einungis áhuga á að kaupa aðgang á októberfestið er það gert í gegnum TIX.
Hlökkum til að skála saman í haust!
(velja réttar dagsetningar á bókunarvélinni fyrir gistingu þá kemur tilboðið upp)