MÝVATN ÖL

Í byrjun 2022 byrjuðum við að brugga okkar eigin bjór. Mývatn öl. 


Bruggið fer fram í Kaffi Sel, kaffiteríu og minjagripa verslun okkar hinu megin við götuna frá lobbýinu. 

Gestir geta fengið Mývatn Öl beint á krana á barnum okkar.



Við bjóðum upp á tvær tegundir og seljum þær einungis hjá okkur á dælu. 

Tegundirnar eru: Skútinn IPA. Vindbelgur IPA bruggaður með rúgbrauði.


Vatn er soðið í 67°C og korn sem við mölum sjálf er bætt út í. 

Lögunin er soðin, kornið er sígjað frá löguninni

,humlum er bætt útí.

Lögunin er kæld og sett er í gerjunarkúta.

Lögunin gerjast í 7 daga síðan kælt í 7 daga 

að lokum er lögunin sett á kúta og tilbúin fyrir barinn!


Mývatn Öl

Í byrjun 2022 byrjuðum við að brugga okkar eigin bjór, Mývatn öl.


Upprunalega brugghúsið er í Kaffi Seli, kaffiteríu og minjagripaverslun okkar, sem er á móti hótelinu. 


Veturinn 2024 var sett upp nýtt, öflugra brugghús stutt frá. Upprunalegu tækin halda áfram að nýtast sem þróunar og tilrauna græjur.






Við bjóðum bæði upp á bjórana okkar á dósum og á dælu.


Einkennisbjórinn okkar er hinn einstaki Vindbelgur IPA rúgbrauðsbjór.






Ef þú hefur áhuga á að leigja dælu og bjórkút frá okkur fyrir þína veislu hikaðu ekki við að hafa samband við okkur. 


Við eigum bæði dælu með einum stút og tveimur.