Kvenna Skíðagöngu- & Yoganámskeið
20. - 23. Febrúar 2025
Einstök upplifun í Mývatnssveit
Við bjóðum þér á einstakt kvenna skíðagöngu- og yoganámskeið í rómaðri náttúru. Námskeiðið er fullkomin leið til að njóta vetrarins, styrkja líkama og huga og upplifa stórbrotna fegurð Mývatnssveitar.
Á námskeiðinu verður áhersla lögð á skíðagöngu og yoga, þar sem þú getur sameinað útivist og slökunar yogaæfingar. Skíðaganga er frábær leið til að fá ferskt loft í lungun og þjálfa allan líkamann, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin. Námskeiðið er aðlagað að þínu getustigi, svo allar konur geta tekið þátt í útiveru.
Mývetnsk náttúra umvafinn snjó og kyrrð býður upp á einstaka umgjörð fyrir andlega og líkamlega heilsu. Eftir góðar skíðagönguæfingar verður yogatími með teygju-,styrktar og öndunaræfingum. Yoga er frábær viðbót við skíðagöngu, þar sem það eykur liðleika og vellíðan.
Aðstaðan okkar
Á Sel-Hóteli leggjum við sérstaka áherslu á persónulega þjónustu, frábæra aðstöðu til afslöppunar og ljúffengar veitingar. Herbergin okkar eru öll búin sér baðherbergi og sturtu, ásamt öllu því sem þarf til að tryggja þægilega dvöl. Gestir hafa aðgang að fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum,
tveimur heitum pottum, sauna, poolborði, píluspjaldi, happy hour á barnum og fleira.
Dagarnir byrja á yogateygjum og síðan ríkulegu morgunverðarhlaðborði, sem er góð undirstaða fyrir daginn. Í hádeginu er boðið upp á léttar veitingar áður en haldið er aftur út á gönguskíðin. Seinni partinn er boðið upp á yoga, potta og sauna áður en kvöldverður er borinn fram. Dagurinn lýkur svo með kvöldvöku í góðum félagsskap.
Dagskráin er stútfull af spennandi upplifun þannig að engum ætti að leiðast. Við heimsækjum meðal annars Jarðböðin, þar sem að hægt verður á að slaka á í einstöku umhverfi. Á lokakvöldinu verður haldið glæsilegt galakvöld með skemmtilegu þema og fjöri, þar sem að þátttakendur útskrifast formlega og fagna saman með stæl.
Verð
- 99.500 kr/mann miðað við tvo í herbergi
- 119.500 kr/mann miðað við einstakling í herbergi
Við áskiljum okkur rétt til að samþykkja kortið þitt fyrir komu. Við rukkum 25% staðfestingagjald 4 vikum fyrir komu. Restina rukkum við á komudegi. Ókeypis afbókun allt að 4 Vikur fyrir komu. Komi fyrir að gestur mæti ekki eða afpanti of seint þá verður heildarupphæðin rukkuð.
Innifalið í verði
- Troðin skíðagöngubraut
- Kennsla í umhirðu búnaðar
- Skíðagöngunámskeið með kennara
- Yoganámskeið með kennara
- Gæðagisting í 3 nætur
- Morgunverðarhlaðborð
- Hádegisverður föstudag & laugardag
- Kvöldverður öll kvöldin
- Snittur & búbblur út á Mývatni
- Aðgangur að heitum pottum & sauna
- Sloppar og inniskór
- Ferð í jarðböðin
- Gala kvöld með þema
Ekki innifalið í verði
- Skíðagöngubúnaður
- Slysatrygging
- Akstur
Hvað á að koma með?
- Gönguskíði og skó
- Gönguskíðastafir
- Fatnaður til útivistar
- Sundföt
- Gala föt
Þetta námskeið er frábært tækifæri til að njóta góðra veitinga í góðum félagsskap og styrkja sína kunnáttu í skíðagöngu og yoga.
Taktu þátt í þessu einstaka ævintýri, tengdu við náttúruna, finndu þinn innri styrk og njóttu góðrar samveru með öðrum konum.
(velja réttar dagsetningar í febrúar þá kemur tilboðið upp)