Á hótelinu eru 54 herbergi og eru þau öll með sér baðherbergi. Í hverju herbergi er sími og sjónvarp. Einnig er háhraða þráðlaus nettenging í öllum herbergjunum á hótelinu. Leitast er eftir því að skapa notalegt viðmót gagnvart gestum hótelsins.
Mikilfenglegt útsýni er úr herbergjum, yfir Skútustaðagíga og einnig til suðurs, til fjalla og jökla.
Hótelið er vel búið til að taka á móti fyrirtækja- og skemmtiferðum, bæði hvað varðar aðbúnað á hótelinu og einnig aðra afþreyingu á Mývatns svæðinu og í nágrenni. Einnig er hótelið einstaklega vel staðsett til að sinna ráðstefnum og fundum fyrir stærri eða smærri fundi og tekur fundarsalur hótelsins 80 manns í sæti.