Mřvatnsmara■on

Mývatns Maraþon verður haldið laugardaginn 1. júní 2013 og er að venju hlaupið í kringum vatnið. Hlaupið í ár verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra þ.e. ræst og endað við Jarðböðin. Þátttakendur eru beðnir um að mæta í Jarðböðin við Mývatn tveimur tímum áður en hlaupið hefst. Þá fá þeir afhentan bol og númer. Það verða Powerade drykkjarstöðvar á 5 km fresti í hlaupinu.

Staðsetning og tími
Keppni í öllum vegalengdum fer fram á sama degi, laugardeginum 1. júní. Tímasetningar eru eftirfarandi:

 • 12:00 Maraþon hefst
 • 13:00 ½ maraþon hefst
 • 14:00 10 km og 3 km hlaup hefst
 • 17:00 Verðlaunaafhending hefst

Brautin
Flatur hringur kringum Mývatn, sem er þekkt fyrir náttúrulega fegurð, yfirborð vegarins er malbikað.

Skoða Mývatnsmaraþon á korti 

Flokkaskipting

Maraþon

 • Konur og karlar 18-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

Hálfmaraþon

 • Konur og karlar 16-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

10 km

 • Konur og karlar 12-17 ára
 • Konur og karlar 18-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

3 km

 • Konur og karlar 15 ára og yngri
 • Konur og karlar 16 ára og eldri

Skráning og skráningargjöld

Vegalengd

20. janúar - 2. maí

3. maí - 1. júní

3 km 15 ára og yngri

1.500

2.000

3 km 16 ára og eldri

2.500

3.500

10 km

4.500

6.000

21 km

6.000

7.500

42 km

7.900

9.900

Eftir fimmtudaginn 2. maí hækka skráningargjöldin (frá og með föstudeginum 3. maí). Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum, en þá gilda líka hærri verðin.

Forskráning er á hlaup.is.

Sveitakeppni
Sveitakeppni í öllum vegalengdum nema 3 km. Sveitakeppnin er opinn flokkur og er hámark 5 í hverjum flokki en 3 bestu tímarnir gilda.

Verðlaun og annað
Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening, stuttermabol merktan hlaupinu, grillveislu og ókeypis í jarðböðin við Mývatn. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Upplýsingar
Upplýsingar í síma 464 4390. Tengiliður: Guðrún Brynleifsdóttir, e-mail: marathon@visitmyvatn.is

Sel - Hotel Mřvatn

Map

Tripadvisor