Mývatn ehf. hefur áralanga reynslu hvað varðar afþreyingu fyrir gesti. Um er að ræða jeppaferðir, snjósleðaferðir, skíðagöngu, go-kart á ís, golf á ís, krikket á ís og svo mætti lengi telja. Hafðu samband og við útbúum þann afþreyingarpakka sem hentar best fyrir þig og þína. Sendu póst á myvatn@myvatn.is eða hringdu í síma 464-4164 og við leysum málið.
Fjallajeppaferðir
Það má segja að fjallajeppar séu orðnir nánast jafnalgengir á Íslandi og gulir leigubílar í New York. Þessi ökutæki má nota til þess að komast í bein kynni við náttúruna og það innan þægindamarka, hvort sem það er á fjallvegum eða á ómerktum leiðum á snjó. Hjá okkur starfa reyndir bílstjórar og í öllum bílum er öryggisbúnaður á borð við talstöðvar og staðsetningartæki. Á jeppunum okkar er öruggt að ferðast í öllum veðrum.
Vélsleðaferðir
Á vélsleða er hægt að skoða íslenska vetrarnáttúru á nýjan hátt. Við bjóðum upp á spennandi vélsleðaævintýri með leiðsögn bæði á Mývatni og á hálendinu.
Skoðunarferðir
Í skoðunarferðunum okkar gefst tækifæri til að njóta náttúrunnar um leið og þú færð tækifæri á því að kynnast lifnaðarháttum innfæddra. Sem dæmi má nefna ferðir á íslenska sveitabæi, virkjun, söfn og aðra merkilega staði. Markmiðið er að tengja viðskiptavininn sterkum böndum við náttúruna og fólkið í sveitinni. Við mælum hiklaust með þessum ferðum fyrir alla náttúruunnendur.
Gönguskíði
Mývatnssveitin og umhverfi hennar eru tilvalin fyrir gönguskíði. Við bjóðum upp á gott úrval af leiðum fyrir alls kyns göngur, auðveldar og krefjandi. Til eru stuttar dagleiðir fyrir lengra komna og byrjendur. Lengri ferðir eru í boði fyrir reynda skíðamenn.
Hestaferðir
Íslenski hesturinn er þekktur fyrir að vera fótviss, viljugur og almennt mjög ánægjulegur að sitja á. Hér í Mývatnssveitinni eru ótal hestaleiðir og mikil fjölbreytni í boði. Við bjóðum upp á ferðir frá 1 klst. upp í dagsferð með margvíslegum áfangastöðum sem hægt er að velja úr. Allt til þess að koma til móts við gestinn. Njótið þess að vera á hestbaki í Mývatnssveit!
Úti á ís
Venjulega fer go-kart fram á malbiki, en við keyrum á frosnu vatninu. Snjórinn er hreinsaður burt og þú keyrir á nagladekkjum á ísnum. Við bjóðum einnig upp á sérútbúnar leiðir utan vega.